top of page
Egils-Saga

Arinbjörn Þórisson
Arinbjörn var sonur Þóris hersis. Honum er lýst sem skörulegum manni og var hinn mesti íþróttamaður. Hann var uppeldisbróðir Eiríks blóðaxar, sem varð seinna konungur í Noregi. Eftir að faðir hans lést varð hann lendur maður konungs og seinna varð hann höfðingi yfir öllu Firðafylki.
Arinbjörn og Egill Skalla-Grímsson urðu góðir vinir þegar Egill kom fyrst til Noregs, þá 17 ára að aldri. Arinbjörn var eldri en Egill en það gerði ekki til og vinátta þeirra hélst til æviloka.
Arinbjörn ól upp Harald, son Eiríks blóðaxar og Gunnhildar, sem hann varð seinna konungur yfir Noregi og var þá kallaður Haraldur Gráfeldur.
bottom of page