Egils-Saga

Þórólfur Kveld-Úlfsson
"Manna vænstur og gervilegastur; hann var líkur móðurfrændum sínum, gleðimaður mikill, ör og ákafmaður mikill í öllu og hinn mesti kappsmaður. Var hann vinsæll af öllum mönnum."
Þórólfur var sonur Kveld-Úlfs og Salbjargar. Hann var mikið glæsimenni og stundaði víkingaferðar þar til deilur föður hans við Harald konung leiddu til þess að hann gerðist hirðmaður konungs.
Þórólfur kvæntist Sigríði í Sandnesi að ósk besta vinar hans, Bárðar Brynjólfsson, eftir dauða hans. Hann tók einnig við búi Bárðar að Torgum og innheimti skatt á Finnmörk fyrir hönd konungs.
Hildiríðarsynir töldu sig eiga tilkall til arfs frá Þórólfi, en hann neitaði þeim. Þetta leiddi til illvildar og deilna þar sem Hildiríðarsynir rægðu Þórólf fyrir Haraldi konungi. Mikil illindi komu upp á milli Þórólfs og Haralds konungs sem enduðu með því að konungur vó Þórólf árið 890 þegar Þórólfur var aðeins 32 ára gamall.