top of page

Berg-Önundur Þorgeirsson

Berg-Önundur var sonur Þorgeirs þyrnifótar. Hann var hverjum manni stærri og sterkari en var bæði ágjarn og ódæll. Hann átti tvo bræður, Atla hinn skamma og Hadd.

 

Berg-Önundur kvæntist Gunnhildi Bjarnardóttir, en hún var dóttir Bjarnar Brynjólfssonar og hálfsystir Ásgerðar. Eftir að Björn lést tók Berg-Önundur allt sem hann lét eftir sig. Hann var mikill vinur konungshjónana í Noregi.

 

Egill Skalla-Grímsson fór til Noregs og gerði tilraun til að sækja föðurarf Ásgerðar, þar sem hann taldi hana vera mjög hlunnfarna í þessum skiptum, en Berg-Önundur bar fyrir sig móðerni Ásgerðar og neitaði að greiða. Egill reyndi að reka mál gegn honum á Gulaþingi en konungshjónin stóðu gegn honum og endaði með því að Egill þurfti að flýja.

 

Áður en Egill flúði aftur til Íslands fór hann að Aski og drap Berg-Önund og fjölda annara, þar á meðal Hadd bróðir hans. Hann brenndi bæinn og hélt heim til Íslands.

© 2023 by Name of Site. Proudly created with Wix.com

  • Facebook App Icon
  • Twitter App Icon
  • Google+ App Icon
bottom of page