top of page
Egils-Saga

Böðvar Egilsson
Böðvar Egilsson var sonur Egils og Ásgerðar. Hann drukknaði í Borgarfirði á unglingsaldri, en hann hafði farið með húskörlum að sækja timbur í skip. Böðvar var í miklu uppáhaldi hjá Agli og varð hann hugstola af sorg þegar hann dó.
Sagt er að Egill hafi þrútnað svo mjög þegar Böðvar var heygður að fötin rifnuðu utan af honum.
Egill fór sjálfur með lík sonar síns í fanginu út á Borgarnes og heygði hann í haugi Skalla-Gríms.
Eitt frægasta ljóð Egils, Sonatorrek, er erfiljóð um Böðvar.
bottom of page