Egils-Saga

Hildiríðarsynir
Hárekur og Hrærekur Björgólfssynir voru kallaðir Hildirríðarsynir. Björgólfur þessi átti einnig annan son sem hét Brynjólfur.
Þar sem Björgólfur hafði bara gifst henni Hildiríði lausabryllupi þá þegar hann lést taldi Brynjólfur hina hálfbræður sína ekki eiga neinn rétt til arfs eftir föður sinn og rak þá í burtu ásamt móður sinni. Eftir það eru þeir einungis kallaðir Hildiríðarsynir.
Hildiríðarsynir reyndu nokkrum sinnum að gera tilkall til arfs sem þeir töldu sig eiga en áttu aldrei erindi sem erfiði, hvorki hjá Bárði syni Brynjólfs né Þórólfi Kveld-Úlfssyni sem erfði hann gegnum konu sína.
Þeir bera óorði á Þórólf hjá konungi og telja honum trú þess að Þórólfur vilji steypa honum af stóli og sé til þess búinn að safna miklum mannskap. Einnig telja þeir konungi trú um að hann sé að svíkjast undan skatti við hann og hirði þann pening sjálfur til að þykjast meiri maður en konungur.
Þessu trúir konungur og eru Hildiríðarsynir því þess beint valdir að Þórólfur fellur að enda fyrir hendi hans.
Þeir eru að lokum drepnir fyrir þessi svik sín af Katli-Hæng, frænda Þórólfs.