top of page

Skalla-Grímur Úlfsson

 "Grímur var svartur maður og ljótur, líkur föður sínum, bæði yfirlits og skaplyndi.  Gerðist hann umsýslumaður mikill.  Hann var hagur maður á tré og járn og gerðist hinn mesti smiður.  Hann fór og oft um vetrum í síldfiski með lagnarskútu og með honum húskarlar margir."

 

Grímur Úlfsson, eða Skalla-Grímur eins og hann var seinna þekktur fæddist árið 863. Hann var sonur Kveld-Úlfs og Salbjargar. Grímur var mikill vexti, hamrammur eins og faðir hans, höfði hærri en flestir aðrir menn og varð snemma sköllóttur. Þess vegna var hann kallaður Skalla-Grímur.

 

Skalla-Grímur var mikill kappi en var þó meira gefin fyrir búskap og smíðar. Hann kvæntist Beru, sem var einkadóttir Yngvars, höfðingja í Fjörðum í Noregi. Þau eignuðust mörg börn saman en aðeins fjögur þeirra náðu fullorðinsaldri.

 

Skalla-Grímur flutti til Íslands árið 891 og nam land um Borgarfjörð. Hann var þá 28 ára gamall. Hann bjó að Borg á Mýrum til dauðadags og lést 83 ára gamall.

 

Börn hans heita Egill, Þórólfur, Sæunn og Þórunn.

© 2023 by Name of Site. Proudly created with Wix.com

  • Facebook App Icon
  • Twitter App Icon
  • Google+ App Icon
bottom of page