top of page

Egill Skalla-Grímsson

Egill var yngsti sonurinn og örverpið,  hann fæddist 910. Líkur föður sínum, svart hár, dökkur yfirlitum og ljótur en ekki hamrammur. Strax í barnæsku sást hve hann var skáldmæltur, drykkfelldur og ofsafullur. Þriggja ára er hann jafnsterkur 6-7 ára krökkum. Hann varð brátt málgefinn og hnyttinn í orðum. Hann var heldur illur viðureignar er hann var í leikjum með öðrum ungmennum. Egill þoldi illa að tapa, hann var  orðheppinn, orðmargur og í raun hægt að segja að honum leiddist ekki að tala. Framagjarn var hann mjög svo.  

 

Yngvar, afi hans, hélt veislu en pabbi hans sagði að hann mætti ekki koma vegna drykkju í veislunni laumast þó samt til afa síns og kveður tvær vísur. Eftir fyrri vísuna gefur Yngvar Agli leikföng að bragarlaunum en þá kveður Egill aftur og þá um bragarlaun sín en þeirri vísu er vel hampað; hann talar þar illa um bragarlaunin sem hann hafði fengið.  

 

Þegar hann er 7 ára drepur hann 11 ára strák með skeggexi. Arinbjörn er besti og eini vinur Egils en hann er svolítið eldri en Egill sjálfur. Egill segist vera veikur og vill ekki fara í brúðkaup Ásgerðar og Þórólfs (honum er þó ekki boðið), hann er sjálfur ástfanginn af Ásgerði. Fleira er sem bendir á þá ályktun: þau ólust upp saman hjá Skalla-Grími og svo var Egill ólmur í að elta hana þegar Þórólfur ætlaði með hana út til Noregs.

 

Fyrsta merki um galdra Egils: hann neitar að drekka drykk sem er eitraður, Gunnhildur og Bárður reyna að gefa honum hann, Egill klýfur hornið með mikilfenglegri þulu þannig að glasið splúndrast og drykkurinn fer út um allt gólf. Egill drap svo Bárð og fleira og var gerður útlægur úr Noregi.  

Hann fór til Englands en vildi ekki setjast að, fór til Noregs, giftist Ásgerði. Hann gekk Þórdísi Þórólfsdóttur í föðurstað. Hann fór í nokkrar reisur til útlanda þar sem ýmislegt gerðist. Hann kom heim til Íslands 957. Ásgerður  konan hans dó 974 og þá flutti Egill til Þórdísar að Mosfelli og bjó þar þar til hann dó 990.

 

© 2023 by Name of Site. Proudly created with Wix.com

  • Facebook App Icon
  • Twitter App Icon
  • Google+ App Icon
bottom of page