top of page

Þórólfur Skalla-Grímsson

Þórólfur Skalla-Grímsson var fæddur árið 900, að Borg á Mýrum.

 

Hann var sonur hjónanna Skalla-Gríms og Beru.  Þórólfur var elstur systkina sinna.  Hann var fríður sýnum, vinsæll og mjög líkur Þórólfi Kveld-Úlfssyni, föðurbróður sínum, sem hann var nefndur eftir.

 

Þegar Þórólfur var 15 ára fór hann til Noregs með Birni Brynjólfssyni, vini sínum, og konu hans, Þóru hlaðhönd.  Í Noregi dvaldist Þórólfur í 10 ár.  Á þeim tíma vingaðist hann við Eirík blóðöxi, son Haralds hárfagra, sem tók svo við völdum í Noregi af föður sínum.  Þórólfur fór með Eiríki til Bjarmalands, þar sem Eiríkur hitti Gunnhildi Özurardóttur í fyrsta sinn, en hún varð eiginkona Eiríks og drottning í Noregi.

 

Þórólfur kom heim til Íslands í einn vetur og þegar hann fór aftur til Noregs hafði hann litla bróður sinn, unglinginn Egil Skalla-Grímsson, með í för og einnig Ásgerði, dóttur Björns og Þóru.

 

35 ára gamall kvæntist Þórólfur Ásgerði og ári síðar eignuðust þau dótturina Þórdísi. Um svipað leyti fór Egill að lenda upp á kant við ýmsa nátengda konungsfjölskyldunni í Noregi.  Þórólfi leist ekki á blikuna og fór með Agli til Englands, þar sem þeir gerðust málaliðar í her Aðalsteins Englandskonungs.  Í mikilli orustu á Vínheiði á Englandi féll Þórólfur, aðeins 37 ára að aldri.

© 2023 by Name of Site. Proudly created with Wix.com

  • Facebook App Icon
  • Twitter App Icon
  • Google+ App Icon
bottom of page