top of page
Egils-Saga

Hákon Aðalsteinsfóstri
Hákon var sonur Haralds Hárfagra og hálfbróðir Eiríks blóðaxar. Hann var alinn upp á Englandi hjá Aðalsteini konungi og fékk því viðnefnið Aðalsteinsfóstri. Hákon kom til Noregs og steypti Eiríki blóðöx af stóli og ríkti þar árin 934 til 960.
Hákon kynntist Agli í Englandi þegar hann barðist fyrir Aðalstein Englandskonung í bardaganum við Vínu. Hann var ekkert sérstaklega hrifinn af honum vegna framkomu Egils í Noregi.
Það var síðan sonur Eiríks, Haraldur Gráfeldur sem steypti Hákoni af stóli árið 960 og lauk þar með lífi Hákons Aðalsteinsfóstra.
bottom of page