top of page

Ölvir hnúfa Kárason

Ölvir Hnúfa var sonur Berðlu-Kára. Hann átti tvö systkin. Bróðir hans var Eyvindur Lambi og systir hans hét Salbjörg. Salbjörg sú giftis síðar Úlfi þeim er síðar var kallaður Kveld-Úlfur. Ölvir Hnúfa er því ömmu bróðir hans Egils Skallagrímssonar.


Ölvir fór ungur í víking með bróðir sínum Eyvindi og Þórólfi, syni Kveld-Úlfs. Öfluðu þeir sér fjár og höfðu hlutskipti mikið. Það var nokkur sumur, er þeir lágu í víking, en voru heima um vetrum með feðrum sínum. Hafði Þórólfur heim marga dýrgripi og færði föður sínum og móður. Var þá bæði gott til fjár og mannvirðingar.

 

Á haustblóti einu á Gaulum þá hittir Ölvir hana Sólveigu, dóttir jarlsins Atla hinn mjóa, og þótti svo mikið til að hann lagði allan hernað á hilluna til að eiga með henni búskap.

 

Synir Atla hins mjóa, bræður Sólveigar, ætla sér síðar að drepa Ölvir og veittu honum heimför með mikinn mannskap. Ölvir hafði enga viðstöðu og komst með hlaupi undan. Fór hann þá norður á Mæri og hitti þar Harald konung, og gekk Ölvir til handa honum og fór norður til Þrándheims með konungi um haustið, og komst hann í hina mestu kærleika við konung og var með honum lengi síðan og gerðist skáld hans.


Ölvir varð einnig einskonar sáttasemjari hjá konungi og kom t.d. á sættum milli Kveld-Úlfs og Haralds með því að fá Kveld-Úlf til að hleypa syni sínum, Þórólfi, af bæ til að gerast maður konungs. Eftir dauða Þórólfs af hendi konungs er hann þar einnig fremstur í för að reyna að sætta milli þessa tveggja með því að reyna að fá konung til að bæta fráfall Þórólfs. Þegar Skalla-Grímur heldur með honum á fund konungs til að fá bætur og fær ekkert þá hjálpar hann Skalla-Grím að flýja þegar hann neitar að gerast maður konungs.

 

Ölvir var við hirð konungs til dauðadags.

 

© 2023 by Name of Site. Proudly created with Wix.com

  • Facebook App Icon
  • Twitter App Icon
  • Google+ App Icon
bottom of page