top of page
Egils-Saga

Hildiríður Högnadóttir
Hildiríður var dóttir Högna í Leku. Hún var talin mjög fögur. Haust eitt var haldin veisla í Leku og var Hildiríður þá borðdama Björgólfs í Torgum. Björgólfi leist svo vel á dömuna að hann kom seinna og þvingaði Högna bónda til að gifta sér Hildiríði og gerði hann svokallað skyndibrúðkaup til hennar. Björgólfur tók hana heim með sér að Torgum.
Þau eignuðust tvo syni saman, þá Hárek og Hrærek og eru þeir eftir þekktir sem Hildiríðarsynir.
Elsti sonur Björgólfs, Brynjólfur, var alls ekki hrifinn af þessu uppátæki föður síns og sýndi mikla andúð á Hildiríði. Þegar að Björgólfur lést þá tók Brynjólfur við búi og rak Hildiríði og syni hennar burt. Hildiríður fór til föður síns í Leku, ól þar upp syni sína og kemur hún ekki meira við sögu.
bottom of page