Egils-Saga

Björgólfur í Torgum
Björgólfur var auðugur og mikill maður sem bjó á Torgum í Hálogalandi. Hann er í byrjun orðin eldri maður og eiginkona hans látin. Hann átti þó með henni einn son, Brynjólf, sem var búinn að taka yfir búið hjá þeim.
Í veislu í eynni Leku, hjá Högna sem var bóndi þar þá rekst hann á Hildirríði Bóndadóttir. Hún þótti undurfríð. Hann verður svo hugfanginn af henni að stuttu síðar fer hann aftur í eyjuna með þrjátíu mann lið í för og krefst þess að fá að giftast þessarri stúlku lausabyllupi. Sökum þessa taldi einmitt Brynjólfur þá tvo drengi sem úr þessu hjónabandi komu ekki hafa neitt tilkall til arfs. Þessir umræddu synir eru auðvitað Hildiríðarsynirnir, Hárekur og Hrærekur, sem áttu eftir að hafa mikil áhrif á framgang sögunnar.
Skömmu síðar lést Björgólfur og sendi Brynjólfur sonur hans þá Hildiríði og syni hennar tvo á brott.