top of page

Kveld-Úlfur Bjálfason

Úlfur Bjálfason var "maður svo mikill og sterkur að eigi voru hans jafningjar, en er hann var á unga aldri, lá hann í víkingu og herjaði." 

 

Úlfur var maður ríkur og mikill búsýslumaður.  Hann bjó í Firðafylki í Noregi. Hann var forvitri, þ.e. sá fyrir óorðna atburði.  Á kvöldin gerðist hann "styggur, svo að fáir menn máttu orðum við hann koma, var hann kveldsvæfur."  Þess vegna var hann kallaður Kveld-Úlfur. Hann fór náttúrulega eldsnemma á fætur dag hvern!   Það var mál manna að hann væri mjög hamrammur.

 

Kveld-Úlfur var kvæntur Salbjörgu, dóttur Berðlu-Kára.  Þau áttu synina Þórólf og Grím.

 

Hann lést á leið til Íslands, árið 891, þá orðinn gamall maður. Hann bað menn sína að kasta líkkistu sinni fyrir borð og skildu þeir byggja býli þar sem hann kæmi að landi.

© 2023 by Name of Site. Proudly created with Wix.com

  • Facebook App Icon
  • Twitter App Icon
  • Google+ App Icon
bottom of page