Egils-Saga

Sigríður á Sandnesi
Sigríður var einkadóttir Sigurðar á Sandnesi, sem var auðugur maður. Þar sem hún var erfingi föður síns var hún talinn hinn efnilegasti kvenkostur. Hún giftist Bárði Brynjólfssyni og áttu þau saman einn son.
Þegar Bárður lá fyrir dauðanum óskaði hann eftir því að Þórólfur Kveld-Úlfsson tæki að sér konu sína og son. Þórólfur bar þessi skilaboð til Sigríðar sem ákvað að ganga að þessu þar sem konungur var því samþykkur, ef faðir hennar samþykkti það. Sigurði leyst vel á Þórólf og voru þau því gift.
Sigurður lést skömmu síðar og tóku þau Þórólfur þá við búi á Sandnesi.
Þórólfur var seinna veginn af Haraldi konungi. Til að sætta móðurbræður Þórólfs, sem voru hirðmenn konungs, bauð hann Eyvindi lamba að giftast Sigríði á Sandnesi og að taka við búinu þar. Sigríður sá þann kost einan að láta konung ráða í þessu málum. Hún giftist Eyvindi lamba og átti með honum mörg börn.