Egils-Saga

Ásgerður Bjarnardóttir
Ásgerður Bjarnardóttir, fædd að Borg á Mýrum árið 910, var dóttir þeirra Björns Brynjólfssonar og Þóru hlaðhandar Hróaldsdóttur. Hún ólst upp að Borg á Mýrum hjá Skalla-Grími og Beru en foreldrar hennar fóru aftur til Noregs þegar Ásgerður var 5 eða 6 ára gömul.
Ásgerður fór 17 ára að aldri til Noregs ásamt Þórólfi og Agli Skalla-Grímssonum til að hitta föður sinn. Hún gifist Þórólfi Skalla-Grímssyni 25 ára að aldri og árið eftir eignast þau dóttur, Þórdísi Þórólfsdóttir. Þórólfur lést í orustunni á Vínheiði á Englandi eftir að þau höfðu verið gift í 2 ár. Tveimur árum síðar bað Egill Skalla-Grímsson um hönd hennar og var það Arinbjörn Þórisson, frændi Ásgerðar, sem samþykkti bónorðið. Þau giftust árið 939 og fóru saman til Íslands.
Ásgerður og Egill áttu saman 5 börn. Böðvar, Gunnar, Þorgerði, Beru og Þorstein.
Ásgerður lést árið 974.