Egils-Saga

Haraldur Hárfagri
Haraldur, sonur Hálfdanar svarta, hafði tekið arf eftir föður sinn í Vík austur; hann hafði þess heit strengt að láta eigi skera hár sitt né kemba, fyrr en hann væri einvaldskonungur yfir Noregi; hann var kallaður Haraldur lúfa. Síðan barðist hann við þá konunga, er næstir voru, og sigraði þá, og eru þar langar frásagni.
Egils saga byrjar á því þegar fjallað er um hvernig Haraldur Hárfagri nær undir sig öllum Noreg og verður þar konungur. Hann fær þar undir sig lönd og menn og lítið virðist honum standa í vegi. Þegar búið er að segja frá sigrum hans þá fjallar sagan um ætt sögupersónunar Egils og samskipti hennar að mestu við þennan konung og tvo syni hans.
Hans fyrstu samskipti við ættartré Egils er þegar hann reynir að fá Afa hans, hann Kveld-Úlf, til að gerast sinn maður. Fyrstu deilurnar spretta upp þegar Kveld-Úlfur neitar því að fyrstu en að endanum sendir son sinn Þórólf í hans stað.
Þegar Haraldur hefur ríkt um tíma þá telur hann konungdæmi sínu ógnað af Þórólfi og drepur hann. Það setur af stað þá atburði sem leiða Skalla-Grím á fund konungs að sækja bætur og að enda á flótta til Íslands.
Haraldur Hárfagri átti marga syni, í sögunni er þó aðallega fjallað um tvo þeirra, þá Eirík Blóðöx og Hákon Góða Aðalsteinsfóstri. Þeir urðu báðir einnig konungar yfir Noregi á sínum tíma.
Haraldur hinn hárfagri setti sonu sína til ríkis í Noregi, þá er hann tók að eldast, gerði Eirík konung yfirkonung sona sinna allra, og er Haraldur hafði verið sjö tigu vetra konungur, þá seldi hann í hendur Eiríki, syni sínum, ríki. Haraldur konungur settist þá í kyrrsetu og sat oftast á Rogalandi eða Hörðalandi, en þremur vetrum síðar andaðist Haraldur konungur á Rogalandi, og var gerður haugur eftir hann við Haugasund.